Krakkarnir eru mjög spennt fyrir öskudeginum, hafa ekki verið á Íslandi lengi á öskudegi. Reyndar er haldið aðeins uppá Halloween í Svíþjóð og þá upplifa þau stemmninguna. Reyndar er mesti spenningurinn fyrir namminu sem þau fá. Við erum ekki með neina búninga og Rakel ætlar að fá lánaða Línu Langsokk hárkollu og svo málum við Arnar Inga einhvern veginn í framan, finnum út úr því á morgun.
Ég er búin að hafa rafvirkja hjá mér í allan dag að klára að ganga frá ýmsum málum. Ég þurfti tvisvar að skreppa til að redda málum út af því. Alveg hundleið á öllum iðnaðarmönnum þó svo að þessir rafvirkjar séu mjög fínir.
Ég er búin að redda hjónarúmi fyrir okkur því að Unnur og Maggi þurftu að fá rúmið sitt aftur. Keypti notað rúm á netinum og svo nýjar eggjabakkadýnur yfir og rúmið stórfínt.
Rakel er komin með algjöra hestadellu. Hún gisti hjá mömmu og pabba í nótt og fór með afa sínum í hesthúsið í gærkvöldi og í smá útreiðartúr. Fór svo aftur í morgun í hesthúsið í 2 tíma og hjálpaði til við að moka út, kemba hestunum og svo meira á hestbak. Ætlar bara að kaupa sér hest!
Ég hef ekkert náð að hitta vinkonur mínar því það er búið að vera í nógu að snúast. Ég er reyndar alltaf heima á kvöldin með krakkana en þá eru líka allar vinkonurnar í sama pakka, heima með krakka sem eiga mæta í skóla daginn eftir. En Helgi kemur í lok vikunnar og í næstu viku er kannski aðeins hægt að fara út úr húsi.
Afmælisveislu helgi framundan og nóg að stússast. Veisla fyrir Helga á föstudags- og laugardagskvöldið og svo förum við í 7 ára afmæli hjá Finn Gauta á sunnudaginn.
Tuesday, 16 February 2010
Sunday, 14 February 2010
Á Íslandi
Þá eru ég og börnin komin til Íslands. Ferðin gekk alveg stórvel og allt á áætlun. Pabbi sótti okkur eins og venjulega út á flugvöll. Mamma beið okkar svo í Lálandi með snúða og góðgæti. Krakkarnir alveg yfir sig ánægð með að fá íslenska snúða.
Svo fórum krakkarnir með pabba í hesthúsið og fóru aðeins á bak og kemdu hestunum. Við borðuðum svo kvöldmat hjá mömmu og pabba.
Hulda bauð okkur svo á bingó hjá Neistanum, hjartveikum börnum. Hulda og fjölskylda fengu tvisvar bingó ásamt fleirum en unnu bara aukavinninginn. Við hin fengum ekkert bingó frekar en vanalega.
Krakkarnir fóru svo í heimsókn til Írisar og Finns Gauta og skelltu sér svo í sund með þeim og Huldu. Rakel var svo þreytt þegar við komum aftur heim að hún bað um að fara að sofa og steinsofnaði þegar höfuðið snerti koddann. En hún var komin á fætur kl. 7 í morgun. En Arnar Ingi bara sefur ennþá enda fór hann ekki að sofa fyrr en að nálgast hálf ellefu.
Planið í dag er að fara á hundasýningu í Garðheimum og kannski að sjá hvort krakkarnir hitti einhverja gamla vini í dag. Svo ætla ég að reyna að taka aðeins til í geymslunni....kemur í ljós hvort að það verði eitthvað af því.
Svo fórum krakkarnir með pabba í hesthúsið og fóru aðeins á bak og kemdu hestunum. Við borðuðum svo kvöldmat hjá mömmu og pabba.
Hulda bauð okkur svo á bingó hjá Neistanum, hjartveikum börnum. Hulda og fjölskylda fengu tvisvar bingó ásamt fleirum en unnu bara aukavinninginn. Við hin fengum ekkert bingó frekar en vanalega.
Krakkarnir fóru svo í heimsókn til Írisar og Finns Gauta og skelltu sér svo í sund með þeim og Huldu. Rakel var svo þreytt þegar við komum aftur heim að hún bað um að fara að sofa og steinsofnaði þegar höfuðið snerti koddann. En hún var komin á fætur kl. 7 í morgun. En Arnar Ingi bara sefur ennþá enda fór hann ekki að sofa fyrr en að nálgast hálf ellefu.
Planið í dag er að fara á hundasýningu í Garðheimum og kannski að sjá hvort krakkarnir hitti einhverja gamla vini í dag. Svo ætla ég að reyna að taka aðeins til í geymslunni....kemur í ljós hvort að það verði eitthvað af því.
Monday, 8 February 2010
Úpps!
Finnst ég vera nýbúin að skrifa bloggfærslu en sá svo að það er liðnir margir, margir dagar.
Nú er Helgi búinn að ná þeim merka áfanga að verða fertugur! Hann var vakinn með afmælissöng og pökkum á afmælisdaginn. Minni og Agnes komu svo í hádegismat þar sem þau komust ekki í matarboð á laugardeginum. Svo fannst krökkunum alveg tilvalið að fara á McDonalds og í bíó fyrst að pabbi þeirra ætti afmæli. En svo var bara uppselt á myndina, "Det regnar köttbullar". En það var samt farið á McDonalds og svo í bíó í gær í staðinn.
Matarboðið á laugardaginn heppnaðist mjög vel og maturinn alveg frábær.
Helgi er farinn til Englands og kemur á fimmtudagskvöldið. Hann fer svo eldsnemma á föstudagsmorguninn 12.feb til Stokkhólms og ég og krakkarnir förum svo til Íslands stuttu seinna á föstudaginn. Við rétt náum að hittast í nokkra klukkutíma. Helgi kemur svo aftur seinnipart laugardags í Lund. Og svo er förinni aftur heitið til Englands á mánudeginum 15.feb. Hann kemur svo til okkar til Íslands seint á fimmtudagskvöldið 18.febrúar, rétt svona til að vera með í fleiri afmælisboðum honum til heiðurs. En við verðum svo saman öll fjölskyldan á Íslandi til 28.febrúar þó svo að Helgi verði eitthvað að vinna. Ég og krakkarnir förum svo til Lundar og Helgi til Englands þann 28.febrúar.
Fjölskyldan verður hjá okkur í mat á föstudagskvöldinu 19.feb og svo kemur vinahópurinn í matarboð þann 20.feb. Sem sagt, nóg að gera.
Nú er Helgi búinn að ná þeim merka áfanga að verða fertugur! Hann var vakinn með afmælissöng og pökkum á afmælisdaginn. Minni og Agnes komu svo í hádegismat þar sem þau komust ekki í matarboð á laugardeginum. Svo fannst krökkunum alveg tilvalið að fara á McDonalds og í bíó fyrst að pabbi þeirra ætti afmæli. En svo var bara uppselt á myndina, "Det regnar köttbullar". En það var samt farið á McDonalds og svo í bíó í gær í staðinn.
Matarboðið á laugardaginn heppnaðist mjög vel og maturinn alveg frábær.
Helgi er farinn til Englands og kemur á fimmtudagskvöldið. Hann fer svo eldsnemma á föstudagsmorguninn 12.feb til Stokkhólms og ég og krakkarnir förum svo til Íslands stuttu seinna á föstudaginn. Við rétt náum að hittast í nokkra klukkutíma. Helgi kemur svo aftur seinnipart laugardags í Lund. Og svo er förinni aftur heitið til Englands á mánudeginum 15.feb. Hann kemur svo til okkar til Íslands seint á fimmtudagskvöldið 18.febrúar, rétt svona til að vera með í fleiri afmælisboðum honum til heiðurs. En við verðum svo saman öll fjölskyldan á Íslandi til 28.febrúar þó svo að Helgi verði eitthvað að vinna. Ég og krakkarnir förum svo til Lundar og Helgi til Englands þann 28.febrúar.
Fjölskyldan verður hjá okkur í mat á föstudagskvöldinu 19.feb og svo kemur vinahópurinn í matarboð þann 20.feb. Sem sagt, nóg að gera.
Subscribe to:
Comments (Atom)