Friday, 16 May 2008

Ferðasagan

Lögðum af stað út á Kastrup kl.11 á sænskum tíma. Allt gekk glimrandi vel og fengum við góð sæti í fínni vél og við vorum með heila röð fyrir okkur. það var ótrúlega gott fótapláss í þessari flugvél.

Lentum í Keflavík og hittum þar nokkra sem við þekkjum....auðvitað! Flugvélin til Minneapolis var síðan gömul og þröng! En sem betur fer fengum við aftur heila sætaröð fyrir okkur.
Það var alveg funhiti og mollulegt loft í vélinni og ekki mjög þægilegt. Rakel hafði dottið og meitt sig á olnboga fyrir stuttu og var mjög illt í olnboganum og við vorum hrædd um að það væri jafnvel farið að grafa. Svo fór hún að kvarta að sér væri illt í hálsinum og liði ekki vel!
Hún var nú ósköp ræfilsleg og þreytt. Svo rak hún olnbogann á sér í og það fór að blæða....aumingja krílið okkar!
Hún náði loksins að sofna og svaf órólega í um 1 1/2 tíma. Svo fórum við aftast í vélina á klósett, og þar var mjög svalt og fínt loft! Ef maður hefði vitað það þá hefðum við sko farið aftar og Rakel líklega liðið betur.

Náðum í bílaleigubílinn og fengum minivan, Chrysler town & country. Ágætisbíll en alveg kraftlaus. En sagan er ekki alveg búin.....hún Rakel okkar var ekki enn nógu hress og sagði að sér liði illa. Ég hentist afturí og hún náði að gubba í poka hjá mér. Þá leið henni betur og náði að sofna í hálftíma í bílnum áður en við komum á leiðarenda til Gus og Eyglóar. Við komum þangað kl.3:30 að nóttu á sænskum tíma.Langt ferðalag hjá okkur.
En hér erum við núna í góðu yfirlæti og 20°c hita. Sæl að sinni, ætlum að fara í bíltúr og skoða okkur um.....kaupa kannski Dairy Queen ís! nammi, namm......

1 comment:

Anonymous said...

Æ elsku litla kellingin!! vona að hún sé orðin betri í olnboganum!
Góða skemmtun og njótið ferðarinnar! Dairy Qween ísinn er góður:) umm Elsa manstu þegar við fórum nánast daglega í vesturbærinn að kaupa okkur shake?:)
kv.Ásdís