Friday, 11 April 2008

Helgin

Nú er Helgi farinn til Kaupmannahafnar að hitta vinnufélaga, fara út að borða og djamma smávegis. Hann kemur svo aftur eftir hádegi á laugardag.

Kirkjuskóli á laugardagsmorgunn, út í búð að velja nammi í poka og svo borða nammi. Ekkert meira planað þann daginn nema kannski baka smávegis. Erum reyndar alltaf eftir að fara að kaupa tréin í garðinn sem við ætlum að planta, kannski kaupum við tréin eða ekki!!

Sunnudagurinn er aðeins meira "bissí". Um hádegið fer Rakel í afmæli hjá skólafélaga sínum og við förum á meðan í afmæli til Daníels sem verður 6 ára og er sonur Ingu og Baldurs. Seinna um daginn erum við með kaffiboð heima hjá okkur.

Ætlum að njóta helgarinnar og greinilega borða mikið, nammi,namm. Góða helgi, gott fólk!

1 comment:

  1. Ekkert er betra en góðar nammi helgar:) Hafið það gott:)
    kv.Ásdis

    ReplyDelete

Veljið hér að neðan "Name/URL" þar sem þið getið sett inn nafnið ykkar en ekki þarf að fylla inn í URL.