Sunday, 18 May 2008

Laugardagur

Dagurinn í dag er búinn að vera fínn. Við fórum í siglingu með fljótabát á St.Croix ánni í Minnesota.
Eftir það fórum við í Wild Mountain park sem er með go-kart og sundlaugum og svo er nokkurs konar snjósleði sem maður fer upp með skíðalyftu en rennir svo á dekkjum niður steinbraut. Á veturna er þarna skíðasvæði.

Fórum í Wal Mart og keyptum pizzu sem maður velur sér áleggið á og tekur svo heim og bakar sjálfur í ofni.....bara svakalega góð, heimabökuð. Eftirrétturinn var svo Ben&Jerrys ís.


P.S Rakel var strax hress morguninn eftir flugið, sárið var aumt og við spreyjuðum sótthreinsandi á það og nú er hún í góðum málum. Hún vaknaði reyndar 4:30 á amerískum tíma og svo 6:00 á laugardagsmorgun en svaf svo til 7:00 sunnudag.

1 comment:

  1. Mikið er gaman hjá ykkur:) Þið kunnið að skemmta ykkur:)
    kv.Ásdís

    ReplyDelete

Veljið hér að neðan "Name/URL" þar sem þið getið sett inn nafnið ykkar en ekki þarf að fylla inn í URL.