Fórum í Stadsparken í Lundi í dag. Kíktum á endurnar og páfagaukana. Fórum á leiksvæðið þar og í smá göngutúr um garðinn. Veðrið búið að vera frábært og spáin góð framundan.
Stefnan tekin á að taka því rólega á morgun og hafa það gott úti í garði og leyfa krökkunum að busla í sundlauginni og kannski rölta aðeins í bænum ef við nennum að hreyfa okkur.
Ætlum síðan á föstudaginn að fara út í eyjuna Ven sem er hér rétt fyrir utan Landskrona. Þurfum að fara með ferju þangað og það verður spennandi að skoða þessa litlu eyju.

No comments:
Post a Comment
Veljið hér að neðan "Name/URL" þar sem þið getið sett inn nafnið ykkar en ekki þarf að fylla inn í URL.