Tuesday, 28 July 2009

Ferðalagið

Við lögðum af stað að heiman fyrir hádegi á mánudagsmorgni og brunuðum áleiðis til Hultsfred þar sem við gistum á hóteli. Það eru 20km til Vimmerby þar sem Astrid Lindgren garðurinn er. Það voru mjög mörg hótel sem voru uppbókuð en við fundum þetta hótel í Hultsfred sem heitir Hótel Hulingen. Bara ágætis hótel alveg við pínulitla miðbæinn í Hultsfred. Við tókum því bara rólega og bókuðum okkur inn og röltum svo um bæinn og fengum okkur kvöldmat.

Svo var bara drifið sig á fætur og í morgunverð á hótelinu strax í morgun. Keyrðum í Astrid Lindgren garðinn og eyddum deginum þar. Mjög skemmtilegur garður og gaman fyrir bæði börnin og okkur foreldrana að skoða því að við ólumst nú líka upp við nokkrar af sögupersónunum þarna eins og Línu Langsokk, Emil í Kattholti, Ronju ræningjadóttur og Bróðir minn Ljónshjarta. Það var hægt að kíkja inn í öll húsin sem sögurnar gerast í og svo eru leikrit með reglulegu millibili í og við húsin þeirra. En það þarf samt að skilja sænsku til að börnin geti notið þess alveg að horfa á leikritin og taka þátt í umræðum og leikjum með sögupersónunum. Við náðum ekki að kíkja á öll leikritin en það er í góðu lagi því að við erum á leið í garðinn aftur á morgun og getum þá skoðað það sem upp á vantaði.

Skelltum okkur svo bara út að borða í pínulitla miðbænum í Hultsfred á kínverskan veitingastað og fengum bara þennan fína mat.

No comments:

Post a Comment

Veljið hér að neðan "Name/URL" þar sem þið getið sett inn nafnið ykkar en ekki þarf að fylla inn í URL.