Þá er hún Rakel okkar 7 ára í dag....litla barnið okkar!
Við héldum uppá afmælið hennar í gær með náttfatapartý og fjöri. Hafði lasagne og hvítlauksbrauð í matinn fyrir krakkaskarann. Svo var farið í leiki og eftir það fengu allir muffins, sykurpúða og ís. Krakkarnir voru mjög ánægð með kvöldið.
Í dag fór svo Rakel í afmæli til vinkonu sinnar sem er 6 ára og á afmæli sama dag og Rakel....sem sagt í dag!
Við elduðum svo lambalæri í kvöld með tilheyrandi meðlæti og ís í eftirrétt með íslenskri "Ísing" íssósu. Svakalega var þetta allt saman gott! Erum öll södd og sæl núna!
No comments:
Post a Comment
Veljið hér að neðan "Name/URL" þar sem þið getið sett inn nafnið ykkar en ekki þarf að fylla inn í URL.