Ég fór með góðum vinum hérna í Swindon verkefninu út að borða á krána "Calleys Arms". Það var auðvelt fyrir þjónustustúlkuna að taka við pöntunum því að það voru allir með "Fillet steak, medium rare".
Á myndinni er ég að drekka "6X" sem er local Ale. Drykkurinn bragðast svipað og bragðsterkur bjór sem látinn er standa þangað til hann er orðinn volgur og goslaus.

No comments:
Post a Comment
Veljið hér að neðan "Name/URL" þar sem þið getið sett inn nafnið ykkar en ekki þarf að fylla inn í URL.