Það má segja að tímabil mitt sem grasekkja sé nánast búið eða alla vega að vera ein með börnin. Helgi kemur í kvöld og svo fer hann ekki aftur fyrr en á þriðjudaginn. Og þá koma mamma og pabbi í heimsókn. Þau stoppa til 28.nóvember og ég flýg með þeim heim til Íslands. Helgi verður líklega heima allan desember fyrir utan kannski 3-4 daga í Stokkhólmi þegar jólahlaðborðið í vinnunni verður hjá honum.
Ég er að baka köku sem eftirrétt fyrir matarboðið sem við höldum á morgun. Hlakka til að hitta hópinn.
Allt kom vel út hjá tannsa, þarf bara aðeins að hreinsa tannstein. Ég fer svo í röntgen á hné á þriðjudaginn næsta og svo er bólusetning gegn svínaflensunni á fimmtudaginn. Vikunni þar á eftir fer ég með Rakel til bæklunarlæknis til að skoða á henni fæturna því hún þarf að fá stærra innlegg í skóna sína. Nóg að gera í læknastússi en allir samt nokkuð heilbrigðir.
No comments:
Post a Comment
Veljið hér að neðan "Name/URL" þar sem þið getið sett inn nafnið ykkar en ekki þarf að fylla inn í URL.