Jæja, nú er rúmlega mánuður eftir af vinnutörninni hans Helga í þetta sinn alla vega. Hann er eftir að vinna í Englandi í 5 vikur og það er nú svolítið síðan ég byrjaði að telja niður. Það er frekar einmanalegt að vera í útlöndum án fjölskyldu og vina og eiginmaðurinn að vinna í "öðru útlandi". Auðvitað er maður ekki vinalaus hérna en það er öðruvísi þegar maður er með nýjum vinum, ekki æskufélögum og bestu vinum sínum. Og auðvitað fjölskyldan, foreldrar og systkini.
Ég er nú samt búin að vera svo heppin að bæði hefur Katrín kíkt í heimsókn í viku og einnig Anna María í viku. Og auðvitað mamma og pabbi í rúmlega tvær vikur og svo koma þau aftur í heimsókn til okkar eftir þrjár vikur.....þann 17.nóvember...jíbbííí!!
Ég var að fá tíma í röntgen myndatökuna vegna hnjána á mér, ég fer 17.nóvember og get þá strax farið að nota mömmu og pabba í það að passa því ég á ekki tíma fyrr en klukkan hálf fjögur og þá eru krakkarnir komnir heim úr skólanum. Ég er ennþá á bólgueyðandi og verkjastillandi lyfjunum og mér líður mun betur. Ég geri nú heldur ekkert sem reynir á hnéin og finn það ef ég þarf að ganga í nokkrar mínútur þá reynir á helv.... hnéin. En vonandi er þetta bara allt að lagast og svo kemur kannski eitthvað í ljós í röntgen myndatökunni.
Rakel fer svo til bæklunarlæknis vegna fótanna á sér þann 24.nóvember. Það er komin tími á ný innlegg í skóna hjá henni og þá þarf hún að hitta bæklunarlækni. Við fengum síðast innlegg á Íslandi og þau eru orðin of lítil núna.
Og fyrst ég er nú að tala um lækna þá á ég tíma hjá tannlækni 10.nóvember í árlega skoðun og Helgi fer í desember til tannlæknis í sína árlegu skoðun.
Ég átti fína afmælishelgi núna. Átti afmæli í gær (25.október) og Helgi eldaði frábært nautafille á laugardagskvöldið og svo vorum við með smá kaffi og kökur í gær og buðum Möggu og Birni Inga. Afgangurinn af matarklúbbnum (Addi, Helga, Sigga og Siggi) eru á Íslandi því að það er vetrarfrí alla þessa viku í skólunum.
En takk þið sem senduð mér afmæliskveðjur!
Monday, 26 October 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment