Það var nóg að gera um helgina hjá okkur. Fyrst var það matarboð í matarklúbbnum og það var rosalega skemmtilegt. Við höfum ekki hist öll frá því í maí því að sumarfríin hjá okkur hafa ekki passað saman og alltaf fullt að gera með gestum og að þvælast í ferðalögum. Svo erum við svo heppin að mamma og pabbi eru hjá okkur og þau eru auðvitað notuð í það að passa :)
Svo á sunnudeginum komu Stella systir hans pabba og þrjár dætur hennar í heimsókn til okkar. Þannig að það voru bökuð kaka, heitur brauðréttur, túnfiskssalat, kex, ostar og vínber og svo auðvitað íslenskt sælgæti. Þær búa allar í Svíþjóð, norðan við okkur í ca. tveggja tíma fjarlægð. Þær voru komnar um hádegi og eyddu öllum sunnudeginum með okkur, alltaf svo gaman að hitta þær.
Svo var skóli hjá mér í morgun, ræktin á eftir og svo læra heima. Fór svo með krakkana á sundnámskeið og hitti þar eina stelpu úr Árbænum sem býr bara rétt hjá mér og hún er búin að búa hérna í eitt ár, það er ótrúlegt hvað heimurinn er lítill því að þessi stelpa bjó líka í Kaupmannahöfn þegar Helgi var að læra þar og þekkir hann líka!
Við bjuggum til afmælisboðskort í afmæli Rakelar í gær og hún hjólaði svo út um allt með boðskortin í dag, rosalega spennt að halda náttfatapartý á föstudagskvöldið.
Mamma og pabbi fóru aðeins í bæjarrölt í dag og fóru svo aðeins að vinna í garðinum hjá mér að klippa öll tréin til og það er aldeilis munur að sjá þau, hafa vaxið mikið í sumar og sprotarnir stóðu í allar áttir.
Við skruppum svo öll í Nova Lund verslunarmiðstöðina og fórum í dótabúð að kaupa afmælisgjafir, bæði fyrir Rakel og svo er hún að fara í afmæli til Carolinu vinkonu sinnar á laugardaginn og svo var keypt afmælisgjöf fyrir Tinnu frænku á Íslandi. Það voru keyptar fullt af gjöfum til Rakelar, frá okkur, mömmu og pabba, Sigrúnu Karls og Arnari Inga.
Rakel er aldeilis heppin fær bara fullt af pökkum.
ReplyDeleteþað er munur að hafa ömmu og afa og láta þau dekra við börnin
ReplyDelete