Þá er mamma farin eftir viku heimsókn, alveg ótrúlegt hvað vikan var fljót að líða. Og hvað það var líka gott að hafa mömmu hérna þegar Helgi var í Washington....mér leiddist ekkert og börnin voru svo ánægð.
Rakel fór að hágráta þegar hún var að fara að sofa...mamma hafði verið hjá henni öll kvöldin og sagt henni sögu....hún saknaði svo ömmu sinnar í gærkvöldi, en sem betur fer koma þau pabbi 1.júlí.
Skólaslit hjá Arnari Inga í dag og einhver hátíð í gangi.
Hulda og Þórir koma í kvöld ásamt Þorra Steini litla. Það verður gaman að hitta þau.
Góða helgi öll sömul, hafið það gott!
Friday, 13 June 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment