Wednesday, 13 January 2010

Langt síðan.

Það er nú langt síðan ég hef bloggað.
Við fórum til Íslands 28.desember og komum aftur heim til Lundar 8.janúar. Ég get nú alveg sagt það að ég kom alveg dauðuppgefin heim. Það var svo mikið að gera við að hitta vini og vandamenn í endalausum matarboðum. En það er ekki hægt að segja annað en það hafi verið gaman...hefði bara mátt vera smá frí inn á milli.
Það var alveg æðislegt að vera í "nýja" húsinu sínu og nýja stóra eldhúsinu. Alveg ótrúleg breyting og góð tilfinning í húsinu núna. Set inn myndir við tækifæri.

Krakkarnir byrjuðu í skólanum á mánudaginn 11.janúar. Rútínan er að skella á og í næstu viku byrjar sundið hjá þeim, skátar og píanó hjá Arnari Inga. Helgi er farinn til Swindon og svo er það Noregur hjá honum í næstu viku og Swindon þar á eftir...ég er sem sagt orðin grasekkja aftur.

Ég fór til bæklunarlæknis vegna hjánna á mér á mánudaginn. Ég er með eitthvað auka bein eða brjósk vöxt í hægra hné og svo er ég með eitthvað annað að vinstra hné, eitthvað sem gæti horfið allt í einu eða er komið til að vera. Það er hægt að fara í aðgerð vegna hægra hnésins en það er ekki öruggt að ég verði betri og aðgerð er alltaf áhætta. Á meðan hnéið læsist ekki þá þarf ég bara að hafa það svona. Og í sambandi við vinstra hnéið þá er ég í sjúkraþjálfun og ég þarf bara að læra að lifa með hné vandamál og vera í sjúkraþjálfun og passa mig vel, gera það sem ég veit að virkar. Fúlt, en svona er lífið!

No comments: