Monday, 27 April 2009

Allt gott

Eins og áður sagði þá er allt bara í rútínunni hérna hjá okkur.
Sumarið er virkilega komið hingað og spáin er góð alla vikuna. Búið að vera sól daglega núna í allan apríl en misheitt eða kalt. Síðustu dagana er búið að vera 18-20°c hiti í skugga norðan meginn hjá okkur. Og núna er spáð 20-25°c hita næstu daga.....þetta er alveg æðislegt og við ætlum að njóta þess á meðan við getum.

Við vorum búin að kaupa okkur flugmiða til Íslands í sumar og ætluðum að stoppa í tæpar 3 vikur. Við erum að fá húsið okkar afhent aftur eftir 2ja ára leigu. Planið er að endurnýja og breyta húsinu eitthvað og við ætlum að nota tímann til að hitta smiði og velja það sem þarf að velja.
En svo kom smá breyting hjá okkur. Við fengum boðskort í pósti í brúðkaup Orra og Gerðar og það er haldið 30.maí. Þannig að við vorum ekki lengi að breyta miðanum og komum til Íslands að kvöldi 28.maí. Nú er bara eftir að semja um frí í skólanum fyrir Arnar Inga því að það eru alveg 2 vikur eftir af skólanum þegar við förum til Íslands. Það á ekki að vera neitt mál að fá frí fyrir Rakel því að hún er bara í forskólabekk (skólinn byrjar 7 ára í Svíþjóð). Veit að kennarinn hans Arnars Inga verður ekki hrifinn af þessu fríi en við vonum það besta.
Þannig að við verðum í 5 vikur á Íslandi í sumar.... frá 28.maí til 2.júlí.

1 comment:

Anonymous said...

O, hlakka til að sjá ykkur.
SK