Björn Ingi og Magga í heimsókn.
Þetta er búið að vera átdagurinn mikli. Fórum í afmæli kl. 11 í morgun og byrjuðum át. Brauðmeti og girnilegar kökur, algjört æði.
Veðrið búið að vera alveg meiriháttar í dag 12-13°C hiti og maður finnur að vorið er greinilega komið því að vindurinn var nokkuð hlýr líka. Krakkarnir búnir að vera úti í allan dag. Fengum gesti í kaffi og aftur....mikið át! Arnar Ingi kom heim kl. 18:30 og fór að spila Nintendo Wii við Ragnar Helga sem hann (Ragnar) fékk í afmælisgjöf í gær og kom með hingað. Rakel lét rétt svo sjá sig seinnipartinn til að háma í sig muffins og var svo rokin út aftur. Kom svo heim kl. 19:30 og þá búin að vera í mat hjá nágrannanum!
Veðrið í gær var líka glimrandi en aðeins kaldari vindurinn og ég var í garðavinnu í gær að reyta arfa, bakaði smávegis og hafði það gott og glápti á imbakassann í gærkvöldi.
Á morgun byrjar svo enn ein vikan, ótrúlegt hvað dagarnir, já og vikurnar fljúga áfram.

1 comment:
Eitthvað annað veður hjá ykkur en okkur!! Jólasnjór hér takk fyrir!!
kv.Ásdís
Post a Comment