Fórum í dagsferð á eyjuna Ven. Keyrðum til Landskrona sem er ca. 30 mínútur frá Lundi. Tókum þar ferju til Ven. Þetta minnir svolítið á Hrísey, bara stærra og með t.d nokkrum veitingastöðum, litlu hóteli, gistiheimili og hjólaleigu. Þetta er mjög gömul eyja og var áður í eigu Danmerkur en er nú sænsk. Mjög skemmtilegur dagur og við lentum í einum svakalegum rigningarskúr en við vorum svo heppin að vera inni og borða á meðan. Annars var svaka hlýtt og sólin skein góðan hluta úr deginum.
Monday, 7 July 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

No comments:
Post a Comment