Það styttist í heimsókn okkar Arnars Inga til Íslands. Þetta kom nú alveg óvænt uppá að við kæmum svona fljótt. Ætlunin var alltaf að kíkja með Arnar Inga til Íslands í vetur og leyfa honum að hitta vini sína og ættingja. Rakel myndi svo kíkja einhvern tímann eftir áramót í eins ferð. En svo ákváðum við að grípa tilboð með Iceland Express sem var í boði og komum þess vegna næsta föstudag 5.september og verðum fram til 11.september. þá ætlar mamma að koma með okkur til Lundar og vera í afmæli Rakelar sem er 12.september, þá hefur mamma verið í afmæli hjá öllum í fjölskyldunni í Lundi ásamt sínu eigin en hún hélt uppá sextugs afmælið hjá okkur.
Helgin var róleg hjá okkur, veðrið var gott og við dúlluðum aðeins í garðinum, krakkarnir í heimsókn hjá vinum sínum og vinir þeirra í heimsókn hjá þeim.
Foreldrafundur í skólanum hjá krökkunum á morgun á sitthvorum tímanum þannig að ég verð á foreldrafundum frá 18:00-20:30! Frekar langt en fínt að hafa þetta samt sama daginn. Arnar Ingi ætlar að fara á skátafund á morgun og er bara spenntur. Fórum á kynningu í síðustu viku um skátastarfið og hann vill endilega prófa.
Tuesday, 2 September 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment