
Sunnudagurinn var notaður í að keyra til Minneapolis og fara í dýragarð og tívolí. Á leiðinni þangað vara stoppað í fallegum bæ sem heitir Stillwater og fengið kaffi og með því á Starbucks.
Rakel var alveg óstöðvandi í tækjunum og vildi bara meira og meira. Arnar Ingi var heldur varkárari og hélt að ef hann færi í hin ýmsu tæki þá myndi hann bara gubba!
Þau fóru svo í vatnsblöðrustríð við pabba sinn í sér bás fyrir svoleiðis.....skemmtu sér alveg konunglega.
kv.Elsa
No comments:
Post a Comment