Sunday, 25 May 2008

Minneapolis

Við erum búin að hafa það gott í Minneapolis. Höfum nú varla komist lengra en í Mall of America hérna á móti okkur (ekki til að versla samt). Höfum farið þangað að borða og í tívolí. Það er risastórt tívolí á vegum Nickelodeon og það má sko segja að hún Rakel elski tívolí. Og það eru engar hringekjur lengur.....nei, bara rússíbanarnir, takk fyrir.
Helgi fór með krakkana í gær í fullt af tækjum, rússíbönum, vatnsrússíbönum, draugahúsum ofl. Ég kíkti í búðir á meðan og keypti smávegis á krakkana og svo fór ég í Victorias secret og náði að kaupa aðeins þar á sjálfa mig.

Sváfum frameftir í dag og tókum því rólega fram yfir hádegi. Kíktum svo í Toys r us og svo að borða á Wendys hamborgarabúllu. Held að stefnan sé að fara aftur í tívolíið á eftir og svo að skoða hákarlasafn sem er líka í Mallinu. Ætlum svo að kíkja í minigolf á morgun (sem er í Mallinu) og láta það svo aðeins ráðast hvað við gerum. Fylgdumst aðeins með eurovision og Helgi og krakkarnir eru núna að leika sér í sundlauginni á hótelinu.

Hafið það gott á Íslandinu, kveðja Elsa

No comments: